Fasteignaviðskipti heldur að aukast

Alls var 47 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 21. ágúst til og með 27. ágúst 2009. Þetta er heldur meira en verið hefur undanfarnar vikur en í síðustu viku var 31 kaupsamningi þinglýst og 33 vikuna þar á undan. 

Heildarveltan í vikunni  var 1288 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,4 milljónir króna.

Að meðaltali hefur 38 kaupsamningum verið þinglýst á viku á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði. Á sama tímabili í fyrra voru kaupsamningarnir 67 talsins og árið 2007 voru þeir 222.  

Í vikunni var 3 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 384 milljónir króna og meðalupphæð á samning 128 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 89 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 79 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,8 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert