Hljóp tvo hringi

Gunnlaugur Júlíusson.
Gunnlaugur Júlíusson. mbl.is/Golli

Sumum þykir talsvert mál að hlaupa maraþonhlaup, sem er 42,2 km. Gunnlaugi Júlíussyni langhlaupara finnst þetta of stutt því hann vaknaði klukkan þrjú nóttina fyrir Reykjavíkurmaraþonið, borðaði morgunmat og hljóp svo af stað. Hann kom í mark um svipað leyti og aðrir lögðu af stað í hið eiginlega maraþonhlaup, en Gunnlaugur hljóp síðan annan hring.

Áður hafði Gunnlaugur komið við heima hjá sér, en hann býr við Miklubraut, og vakið son sinn sem hljóp hálft maraþon. Gunnlaugur tekur þátt í 90 km hlaupi í Bretlandi í næsta mánuði og leit á hlaupið um síðustu helgi sem æfingu.

Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Gunnlaugur hleypur tvöfalt Reykjavíkurmaraþon.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert