Hlutfall makríls í meðafla hækkað

Sjávarútvegsráðherra gaf í dag út nýja reglugerð, sem heimilar að hlutfall makríls sem meðafla megi vera allt að 20% af heildarafla hvers skips úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir tímabilið 9. júlí til 30. september.

Þetta hlutfall var áður 12% samkvæmt reglugerð, sem ráðuneytið gaf út í júlí. Sú reglugerð var sett í kjölfar mikillar makrílveiði þar sem heildaraflinn var orðinn um 100 þúsund tonn.

Landssamband íslenskra útvegsmanna segir, að vaðandi makríll hafi verið víða í íslensku lögsögunni í sumar og í mun meira mæli en áður séu dæmi eru um. Vegna gildandi takmarkana á makrílveiðunum hafi skip að veiðum á norsk-íslenskri síld að undanförnu átt í erfiðleikum með að stunda þær veiðar vegna makrílgengdar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert