Icesave-frumvarp samþykkt

Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga var samþykkt á Alþingi í …
Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga var samþykkt á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon flutti frumvarpið í sumar. mbl.is/Eggert

Frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna lána­samn­inga við Breta og Hol­lend­inga um skuld­bind­ing­ar vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans var samþykkt sem lög frá Alþingi í dag.

Alls tóku 62 þing­menn þátt í at­kvæðagreiðslunni en aðeins Ill­ugi Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var fjar­ver­andi.  All­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, 34 að tölu,  greiddu at­kvæði með frum­varp­inu. 9 þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, tveir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, þeir Árni Johnsen og Birg­ir Ármanns­son, tveir þing­menn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, Birgitta Jóns­dótt­ir og Mar­grét Tryggva­dótt­ir og óháði þingmaður­inn Þrá­inn Bertels­son greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu. 13 þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins sátu hjá sem og Þór Sa­ari, þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði meðan á at­kvæðagreiðslunni stóð, að frum­varpið, sem verið var að af­greiða, ætti ekk­ert skylt við frum­varpið sem rík­is­stjórn­in lagði fram í sum­ar. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hefðu átt stór­an þátt í að móta málið eins og það lægi fyr­ir nú. Það breytti hins veg­ar ekki því, að rík­is­ábyrgðin væri ná­tengd þeim samn­ingn­um sem stjórn­völd skrifuðu und­ir og rík­is­stjórn­in hefði þar látið und­ir höfuð leggj­ast að gæta hags­muna Íslend­inga í samn­ing­um við önn­ur stjórn­völd. Sagði Bjarni að með hjá­setu í at­kvæðagreiðslunni lýsti hann ábyrgð á mál­inu á hend­ur rík­is­stjórn­inni.

Guðbjart­ur Hann­es­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður fjár­laga­nefnd­ar, sagði við at­kvæðagreiðsluna að hann vísaði öll­um um­mæl­um um að ein­hver blekk­ing­ar­leik­ur væri í gangi í sam­bandi við frum­varpið út í hafsauga.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins lýsti mik­illi and­stöðu við frum­varpið og sagðist segja nei, nei, nei. Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks, sagðist telja að með samþykkt frum­varps­ins væri verið að kúga ís­lenska þjóð til að taka á sig skuld­bind­ing­ar sem hún þurfi ekki að taka á sig.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagðist treysta því að með frum­varp­inu væri að vera til eins góður efniviður í far­sæla lausn og kost­ur væri á. Hann sagði að þetta mál hefði staðið og myndi óleyst standa í vegi fyr­ir fjöl­mörg­um óleyst­um verk­efn­um.

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði að ekki væri hægt að gera þjóðina ábyrga fyr­ir gerðum einka­fyr­ir­tæk­is.   Þrá­inn Bertels­son, óháður þingmaður, sagði lækn­ing­una í þessu til­felli verri en sjúk­dóm­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert