Rúmar 43 milljónir söfnuðust í söfnunar- og skemmtiþættinum Á allra vörum á Skjá einum í kvöld. Safnað var fé fyrir hvíldarheimili krabbameinssjúkra barna.
Þátturinn var í beinni útsendingu frá klukkan 21 til 24 í kvöld og var hægt að fylgjast með útsendingunni á mbl.is. Auk beinna fjárframlaga bárust ýmsar aðrar gjafir til væntanlegs hvíldarheimils, þar á meðal lóð í Rangárvallasýslu, jarðvinna, teiknivinna, húsbúnaður og fleira. Þá var nafn valið úr innsendum tillögum áhorfenda og varð
Hetjulundur fyrir valinu.