Skoða samþykkt Alþingis

Ekki er enn ljóst hvenær lán Norður­land­anna til Íslands verður af­greitt. Tore Erik­sen, full­trúi Nor­egs í viðræðunefnd Norður­land­anna sem átt hef­ur í viðræðum við Íslend­inga um lána­fyr­ir­greiðsluna, seg­ist vera ánægður með þann áfanga að Alþingi hef­ur samþykkt Ices­a­ve-frum­varpið. 

Erik­sen seg­ist þó vilja fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um þær breyt­ing­ar sem þingið gerði og nýj­ustu upp­lýs­ing­ar um stöðu máls­ins áður en hann geti nokkuð sagt til um hvenær lán Norður­land­anna verður af­greitt. Hann kveðst eiga vona á að fá grein­ar­gerð um stöðu máls­ins í hend­ur fljót­lega.

Viðbrögn Breta og Hol­lend­inga hafa verið afar var­fær­in í dag eft­ir að Alþingi samþykkti að veita skil­yrta rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-lána­samn­ing­anna. Hol­lenska blaðið Fin­ancieele Dag­blad hef­ur eft­ir tals­manni fjár­málaráðuneyt­is­ins þar, að óljóst sé hvaða áhrif hinir mörgu fyr­ir­var­ar, sem sett­ir voru við rík­is­ábyrgðina, muni hafa á samn­ing­inn.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert