Skora á forsetann að synja staðfestingu Icesave

Ábyrgðar­menn vefsíðunn­ar kjosa.is ætla að óska eft­ir fundi með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands í kjöl­far samþykkt­ar Alþing­is á frum­varpi um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna.

Hátt á fjórða þúsund manns hafa skrifað und­ir áskor­un til for­set­ans þess efn­is að synja staðfest­ingu laga um rík­is­ábyrgð og gefa al­menn­ingi kost á að út­kljá málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Á fund­in­um með for­set­an­um ætla for­svars­menn kjosa.is að ræða hvar og hvenær af­hend­ing áskor­un­ar­inn­ar geti farið fram.

Í yf­ir­lýs­ingu hóps­ins seg­ir að sam­komu­lag meiri hluta alþing­is­manna í ices­a­ve-deil­unni kunni að vera góðra gjalda vert. Hins veg­ar verði ekki litið fram­hjá því að úti í sam­fé­lag­inu ríki enn mikið ósætti og djúp­stæður ágrein­ing­ur um málið. Nauðsyn­legt sé að gera al­menn­ingi mögu­legt að jafna þann ágrein­ing og ná sátt um málið með lýðræðis­leg­um hætti. Leiðin að því marki sé vörðuð í stjórn­ar­skrá Íslands.

kjosa.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert