Sömdum við ríkisstjórnina - ekki þingið

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands. Reuters

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagðist í dag vera ánægður með að Alþingi Íslendinga hefði samþykkt frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamninganna við Breta og Hollendinga. Hins vegar bíði hollensk stjórnvöld eftir formlegri tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands.

„Við gerðum samkomulag við ríkisstjórnina en ekki við þingið," hefur hollenska útvarpsstöðin NOS eftir Bos. 

Hann sagði einnig, að þessi niðurstaða Alþingis þýddi, að Hollendingar væru skrefinu nær því markmiði, að endurheimta þá peninga, sem varið hefði verið til að bæta hollenskum Icesave-reikningseigendum tjón sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka