Telur nýjan starfshóp pólitískt útspil

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eva Joly telur nýjan starfshóp sem kanna skal möguleika á skaðabótakröfum á hendur einstaklingum sem hafi unnið samfélaginu efnahagslegu tjóni vera lítið annað en pólitískt útspil. Nær hefði verið að styrkja embætti sem þegar eru til, eins og ríkislögmann.

Í fréttum Stöðvar 2 segir Eva Joly meðal annars að sér þyki skrýtið að stofna nýja starfshóp þegar til séu embætti sem henti betur til starfans. Sér þyki ljóst að verið sé að bregðast við þrýstingi frá almenningi og þarna sé verið að sefa hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert