Þingfundum hefur nú verið frestað á Alþingi til 1. október en þá verður þing sett að nýju og fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár lagt fram. Samþykkt voru lög um breytingu verkefna milli ráðuneyta, lög um fjármál stjórnmálaflokka og heimild til ríkissjóðs að taka 290 milljarða lán til að styrkja gjaldeyrisforðann.