Úrræði en ekki óskapnað!

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson

„Veruleg hækkun vaxtabóta gæti skilað meiri árangri en margt annað,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ um hugsanlegar lausnir á greiðsluvanda heimilanna. „Það þarf fjölbreytt úrræði sem m.a. fela í sér afskriftir skulda sem eru komnar langt fram yfir verðmæti eigna og greiðslugetu. En krafan er fyrst og fremst sú að finna úrræði sem tryggi réttarstöðu einstaklinganna þannig að þeir séu ekki háðir duttlungum og jafnvel eignarhaldi lánastofnana.“

Gylfi segir tillögur sem ASÍ hafi sett fram um greiðsluaðlögun hafa verið eyðilagðar í meðförum Alþingis í vor. „Málið var tekið út úr farvegi velferðarmála og sett inn sem kafli í gjaldþrotalöggjöfinni með ýmsum fyrirvörum og girðingum. Útkoman er flækja og óskapnaður og málin meðhöndluð eins og gjaldþrotamál. Þetta er ekki það úrræði sem við kölluðum eftir. Það á ekki að leysa þetta á forsendu bankanna. Við viljum borgarleg réttindi sem kveða á um að tekið verði af umhyggju og hlýju á vanda fólks sem varð til af hruninu.“

Aðspurður um greiðsluverkfall sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa boðað segir Gylfi að það beri með sér að verið sé að búa til nýtt réttlæti til að mæta óréttlæti og það sé ekki raunhæft. „Ef á að finna lausn á því óréttlæti að lán landsmanna hafi hækkað þá er sú lausn ekki til. Persónulegt stríð við lánastofnun er ekki skynsamleg. Ég óttast að fólk sem fari þessa leið lendi í enn meiri vanda. Það þarf breytta löggjöf sem veitir fólk rétt á aðstoð og úrræðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka