Úrræði en ekki óskapnað!

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson

„Veru­leg hækk­un vaxta­bóta gæti skilað meiri ár­angri en margt annað,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son for­seti ASÍ um hugs­an­leg­ar lausn­ir á greiðslu­vanda heim­il­anna. „Það þarf fjöl­breytt úrræði sem m.a. fela í sér af­skrift­ir skulda sem eru komn­ar langt fram yfir verðmæti eigna og greiðslu­getu. En kraf­an er fyrst og fremst sú að finna úrræði sem tryggi rétt­ar­stöðu ein­stak­ling­anna þannig að þeir séu ekki háðir duttl­ung­um og jafn­vel eign­ar­haldi lána­stofn­ana.“

Gylfi seg­ir til­lög­ur sem ASÍ hafi sett fram um greiðsluaðlög­un hafa verið eyðilagðar í meðför­um Alþing­is í vor. „Málið var tekið út úr far­vegi vel­ferðar­mála og sett inn sem kafli í gjaldþrota­lög­gjöf­inni með ýms­um fyr­ir­vör­um og girðing­um. Útkom­an er flækja og óskapnaður og mál­in meðhöndluð eins og gjaldþrota­mál. Þetta er ekki það úrræði sem við kölluðum eft­ir. Það á ekki að leysa þetta á for­sendu bank­anna. Við vilj­um borg­ar­leg rétt­indi sem kveða á um að tekið verði af um­hyggju og hlýju á vanda fólks sem varð til af hrun­inu.“

Aðspurður um greiðslu­verk­fall sem Hags­muna­sam­tök heim­il­anna hafa boðað seg­ir Gylfi að það beri með sér að verið sé að búa til nýtt rétt­læti til að mæta órétt­læti og það sé ekki raun­hæft. „Ef á að finna lausn á því órétt­læti að lán lands­manna hafi hækkað þá er sú lausn ekki til. Per­sónu­legt stríð við lána­stofn­un er ekki skyn­sam­leg. Ég ótt­ast að fólk sem fari þessa leið lendi í enn meiri vanda. Það þarf breytta lög­gjöf sem veit­ir fólk rétt á aðstoð og úrræðum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert