Útkall vegna hangikjöts

Til­kynnt var um eld í fjöl­býl­is­húsi við Kóngs­bakka í Reykja­vík um kl. tvö í nótt. Íbúi í hús­inu varð áhyggju­full­ur þegar hann fann mikla reykjalykt á gangi húss­ins og hafði sam­band við slökkvilið. Þegar lög­reglu og slökkvilið bar að garði kom í ljós að eng­inn reynd­ist eld­ur­inn, held­ur var verið að sjóða hangi­kjöt í potti í einni íbúðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert