Valin prestur á Kolfreyjustað

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Val­nefnd Kolfreyjustaðarprestakalls ákvað í gær að leggja til að sr. Jóna Krist­ín Þor­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík, verði skipuð sókn­ar­prest­ur í Kolfreyjustaðaprestakalli. Embættið er veitt frá 1. sept­em­ber n.k.

Þrír um­sækj­end­ur voru um embættið en einn dró um­sókn sína til baka. Bisk­up Íslands skip­ar í embættið til fimm ára að feng­inni um­sögn val­nefnd­ar. Val­nefnd skipuðu níu full­trú­ar Kolfreyjustaðarprestakalls ásamt pró­fasti Aust­fjarðapró­fasts­dæm­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert