Valnefnd Kolfreyjustaðarprestakalls ákvað í gær að leggja til að sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, verði skipuð sóknarprestur í Kolfreyjustaðaprestakalli. Embættið er veitt frá 1. september n.k.
Þrír umsækjendur voru um embættið en einn dró umsókn sína til baka. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar Kolfreyjustaðarprestakalls ásamt prófasti Austfjarðaprófastsdæmis.