Aftur talaði Pétur mest allra á þingi

Pétur Blöndal.
Pétur Blöndal.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði oftast og lengst á nýafstöðnu sumarþingi. Lengi vel leit út fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, yrði ræðukóngur en Pétur átti góðan endasprett og tryggði sér ræðukóngstitilinn. Pétur var einnig ræðukóngur 136. löggjafarþingsins, sem lauk í apríl sl.

Pétur H. Blöndal kom alls 252 sinnum í ræðustól Alþingis á 137. þinginu, í ræðum og athugasemdum. Steingrímur kom næstoftast í pontu, eða í 245 skipti. Steingrímur skaust inn á milli stjórnarandstöðuþingmanna. Efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu styst skipa eingöngu stjórnarþingmenn.

Athygli vekur að ræðukóngar á fyrri þingum, ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson, höfðu frekar hægt um sig á þessu þingi. Þannig talaði Ögmundur aðeins í 86 mínútur samtals.

Á nýliðnu fluttu þingmenn 2.129 ræður og gerðu 2.743 athugasemdir. Samtals töluðu þeir í 230 klukkustundir og meðallengd þingræðna var 4,7 mínútur.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra talaði í 161 mínútu og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra í 45 mínútur, en þau eru ekki kjörnir alþingismenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert