Bakkavör skoðar enn að reisa hér verksmiðju

Bakkavararbræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Bakkavararbræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Ágúst Guðmunds­son, for­stjóri Bakka­var­ar, seg­ir enn verið að skoða hag­kvæmni þess að reisa hér á landi verk­smiðju til að full­vinna sjáv­ar­af­urðir og flytja út sem skyndirétti. Niðurstaða muni liggja fyr­ir í haust og þá verði næstu skref ákveðin.

Hann seg­ir að ef eitt­hvað er sé út­litið betra að hér rísi verk­smiðja frá því að Morg­un­blaðið sagði frá því fyrst 13. júní síðastliðinn.

„Ég held að það megi segja að það sem hafi breyst til hins betra sé að Alþingi tók í sum­ar ákvörðun um að hefja viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Það skipt­ir auðvitað mjög miklu máli þegar kem­ur að bygg­ingu svona verk­smiðju því tolla­mál eru alltaf stór hluti af hag­kvæmn­is­at­hug­un í svona máli. Það skipt­ir veru­lega máli. Ef eitt­hvað er myndi ég halda að verk­efnið væri fýsi­legra en áður,“ seg­ir Ágúst.

Í frétt Morg­un­blaðsins í júní kom fram að gangi þetta eft­ir muni skap­ast milli 500 og 750 störf í verk­smiðjunni.

Bakka­vör skilaði hálfs árs upp­gjöri í fyrra­dag, sem Ágúst seg­ist mjög sátt­ur við. „Það sem skil­ar mest­um ár­angri er að stór hluti af end­ur­skipu­lagn­ingu okk­ar hef­ur verið í kring­um til­búna rétti. Þeir eru um það bil 20% af söl­unni okk­ar í Bretlandi. Þar höf­um við séð al­gjör­an viðsnún­ing. Sal­an á til­bún­um rétt­um er að vaxa á fyrstu sex mánuðum hjá okk­ur um 10% á meðan markaður­inn í heild hef­ur vaxið um 1%.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert