Fjármagnstekjur skattlagðar eins og laun

Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður og formaður VG.

Flokks­ráð Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hvet­ur þing­flokk VG til að hafa í huga við gerð fjár­laga fyr­ir næsta ár, að aukn­ar álög­ur verði fyrst og fremst lagðar á þann hluta sam­fé­lags­ins sem standi und­ir frek­ari álög­um.

Nefn­ir flokks­ráðið stig­hækk­andi há­tekju­skatt, þrepa­skipt­an stór­eign­ar- og erfðaskatt og skatt­lagn­ingu fjár­magn­stekna til jafns við launa­tekj­ur. Þá verði höfuðáhersla lögð á að verja grunnstoðir vel­ferðar­kerf­is­ins og að niður­skurður auki ekki at­vinnu­leysi.

Þetta kem­ur fram í álykt­un, sem samþykkt var á flokks­stjórn­ar­fundi VG á Hvols­velli í dag. Þar er einnig hvatt til þess að kynjaðri hag­stjórn verði beitt svo kvenna­störf­um í vel­ferðar­kerf­inu verði ekki fórnað til að skapa karla­störf með verk­leg­um fram­kvæmd­um.

Þá vill flokks­ráðið að sala á rík­is­fyr­ir­tækj­um verði ekki notuð til að hylja halla á rík­is­sjóði eins og gert var í tíð fyrri rík­is­stjórna og að fyr­ir liggi og kynnt al­menn­ingi hvaða fyr­ir­mæli eða rammi ligg­ur fyr­ir frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum og hvaða af­stöðu þing­flokk­ur­inn hef­ur til þeirra skil­yrða.

Loks hvet­ur flokks­ráðið til að tekið verði til­lit til byggðarlaga sem á góðær­is­tím­an­um bjuggu við nei­kvæðan hag­vöxt og mikla fólks­fækk­un við óhjá­kvæmi­leg­an niður­skurð rík­is­út­gjalda.

Álykt­an­ir flokks­ráðsfund­ar VG

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka