HS Orka verði í samfélagslegri eigu

Orkuver HS Orku við Svartsengi.
Orkuver HS Orku við Svartsengi. mbl.is/Ómar

Flokks­ráðið Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs samþykkti sér­staka álykt­un um eign­ar­hald á HS Orku og bein­ir því til ráðherra sinna, þing­manna og sveit­ar­stjórn­ar­manna að tryggja hags­muni þjóðar­inn­ar með því að halda fyr­ir­tæk­inu í sam­fé­lags­legri eigu.

„Í þeirri vá sem nú vof­ir yfir þar sem Magma Energy og GGE eru ná­lægt því að eign­ast þriðja stærsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins og auðlind­ir á Reykja­nesi er það brýnna en nokkru sinni fyrr að Vinstri græn stöðvi þessi áform," seg­ir í álykt­un­inni.

Þar seg­ir einnig, flokks­ráð VG legg­ist ein­dregið gegn því að lausa­fjár­vandi sam­fé­lags­ins verði leyst­ur með sölu eða lang­tíma­framsali á auðlind­um og orku­fyr­ir­tækj­um. Ljóst sé að ekki sé seinna vænna að breyta lög­um og reglu­gerðum þannig að al­manna­hags­mun­ir séu varðir og að sam­fé­lags­legt eign­ar­hald orku­fyr­ir­tækja og orku­auðlinda sé tryggt.

Álykt­an­ir flokks­ráðsfund­ar VG

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert