Icesave losi lánastíflu

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Óvíst er hvenær stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) tek­ur fyr­ir end­ur­skoðun á efna­hags­áætl­un Íslands, svo af­greiða megi næsta hluta láns­ins frá sjóðnum. Alþingi samþykkti í gær rík­is­ábyrgðina vegna Ices­a­ve með 34 at­kvæðum gegn 14. Fjór­tán þing­menn greiddu ekki at­kvæði. Bresk og hol­lensk stjórn­völd hafa enn sem komið er sýnt lít­il viðbrögð við af­greiðslu þings­ins. Lán Norður­land­anna til Íslands verða ekki af­greidd fyrr en ákvörðun AGS ligg­ur fyr­ir.

Rík­is­stjórn­in bind­ur von­ir við að af­greiðsla Ices­a­ve-frum­varps­ins á Alþingi í gær losi stífl­una sem staðið hef­ur í vegi er­lendra lán­veit­inga og end­urupp­bygg­ing­ar og greiði fyr­ir sam­skipt­um við er­lend­ar lána­stofn­an­ir og kröfu­hafa. For­sæt­is­ráðherra sagði við Morg­un­blaðið í gær að næsta skref væri að hafa sam­band við Breta og Hol­lend­inga. Hún ger­ir þó frek­ar ráð fyr­ir að það taki ein­hvern tíma. Fjár­málaráðherra ger­ir sér von­ir um að AGS taki mál­efni Íslands fyr­ir á næstu vik­um.

„Aðal­út­borg­un­ar­skil­yrði nor­rænu lán­anna er samþykkt end­ur­skoðunar fram­kvæmda­stjórn­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á fram­vindu ís­lensku efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar,“ seg­ir Jón Sig­urðsson, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands um gjald­eyr­is­lán. Þetta skil­yrði er bundið í lána­samn­ing­ana við Norður­lönd­in.

Í hnot­skurn
  • All­ir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna samþykktu Ices­a­ve-frum­varpið.
  • All­ir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks, tveir úr Sjálf­stæðis­flokki og tveir úr Borg­ara­hreyf­ing­unni sögðu nei, auk Þrá­ins Bertels­son­ar.
  • Aðrir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks og Þór Sa­ari, Borg­ara­hreyf­ingu, sátu hjá. Ill­ugi Gunn­ars­son var ekki viðstadd­ur á þingi í gær.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert