Ríkisstjórnin móti loftslagsstefnu

Stjórnvöld þurfa að móta stefnu um losun gróðurhúsalofttegunda, að mati …
Stjórnvöld þurfa að móta stefnu um losun gróðurhúsalofttegunda, að mati Náttúruverndarsamtakanna. Rax / Ragnar Axelsson

Náttúruverndarsamtök Íslands telja afar brýnt að ríkisstjórn Íslands móti sér metnaðarfulla stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og taki þátt í alþjóðlegum aðgerðum Sameinuðu þjóðanna af fullri einurð.

Meðal aðgerða Sameinuðu þjóðanna sem Náttúruverndarsamtökin telja brýnt að Ísland taki þátt í er aðstoð við fátæk þróunarríki sem verða fyrir mestum búsifjum af völdum ofsaveðra og hækkunar  á yfirborði sjávar.

Náttúruverndarsamtökin minna á að nú eru 100 dagar þar til Kaupmannahafnarráðstefnan hefst. „Klukkan tifar en samningar um að bjarga loftslagskerfi jarðar ganga hægt. Í gær minnti fjöldi
 samtaka víða um heim á að tíminn er naumur.“

Náttúruverndarsamtökin vitna í yfirlýsingu Ban Ki-moon aðalritara Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon frá því í gær. Í henni segir m.a. að tíminn sé orðinn naumur. Vísindamenn vari við því að áhrif loftslagsbreytinga séu að aukast. Nú sé meiri þörf en nokkru sinni fyrr á stjórnmálalegri forystu á hæstu stigum til að tryggja fólki og jörðinni vernd og að hvetja til græns vaxtar sem geti drifið efnahag 21. aldar áfram.

„Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki mótað stefnu um hvernig skuli dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Raunar er stefna stjórnvalda að auka losunina stórlega með  byggingu álvers í Helguvík. Unnið er að aðgerðaáætlun. en ekki er búist við  niðurstöðu fyrr en um mitt næsta ár. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin leitast  eftir því að Ísland verði fullgildur þátttakandi í loftslagsstefnu Evrópusambandsins og mun losun frá stóriðju falla þar undir,“ segir einnig í yfirlýsingu Náttúruverndarsamtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert