Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en sex fengu þó gistingu í fangageymslum. Um hálffjögurleytið var ekið á skilti við Lækjargötu, bensín fór að leka úr bílnum og hélt þá ökumaðurinn upp Bankastræti. Hann var allsgáður en bar við ókunnugleika þegar hann var stöðvaður.
Rúnmlega hálffimm var tilkynnt að þrír menn hefðu veist að dyraverði í miðborginni og var hann með áverka á höðfi þegar lögregla kom á staðinn. Mennirnir þrír voru handteknir og bíða yfirheyrslu en dyravörðurinn fékk aðhlynningu á slysadeild.