Semja verði aftur um Icesave

Elly Blanksma er þingmaður eins stjórnarflokksins í Hollandi.
Elly Blanksma er þingmaður eins stjórnarflokksins í Hollandi.

Fjallað er í hol­lenska blaðinu NRC Hand­els­blad í dag um af­greiðslu Alþing­is á fyr­ir­vör­um vegna rík­is­ábyrgðar á greiðslum til Hol­lend­inga og Breta vegna Ices­a­ve. Vitnað er í þing­mann sem seg­ir að hefja verði samn­ingaviðræður á ný.

„Elly Blanksma, þingmaður fyr­ir CDA (Kristi­lega demó­krata), álít­ur að skil­yrðin séu önn­ur en þau sem rík­is­stjórn­in samþykkti í júní," seg­ir í blaðinu. Þess vegna verði að hefja nýj­ar samn­ingaviðræður, að sögn Blanksma.

Rakið er að í fyr­ir­vör­un­um sé kveðið á um að greiðslurn­ar muni verða tengd­ar hag­vexti á Íslandi sem hafi orðið mjög illa úti í fjár­málakrepp­unni og orðið nær gjaldþrota. Hand­els­blad seg­ir að Wou­ter Bos fjár­málaráðherra hafi ekki viljað tjá sig um fyr­ir­var­ana sér­stak­lega en lýst ánægju með að Alþingi væri búið að samþykkja málið. Það væri skref fram á við og „hol­lensk­ir skatt­greiðend­ur fengju pen­ing­ana sína aft­ur". 

Frétt Hand­els­blad

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert