Steingrímur J. Sigfúson, fjármálaráðherra segir að afstaða fjármálaráðuneytisins til kaupa Magma Energy á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku muni liggja fyrir í kvöld eða fyrramálið samkvæmt fréttum Stöðvar 2.
Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði fyrr í dag að ákvörðun í málinu verði tekin á morgun en þá rennur út tilboð Magma í þriðjungs hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.