„Opnum eins fljótt og hægt er“

Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós.
Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós. mvl.is/Árni Sæberg

„Það er allt mynda­safnið farið nán­ast. En við byrj­um strax í fyrra­málið að hreinsa til og opn­um eins fljótt og mögu­legt er,“ seg­ir Gunn­ar Jós­efs­son, eig­andi Laug­ar­ásvíd­eós sem brann í nótt. Lög­regl­an rann­sak­ar málið sem íkveikju en upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um við Laug­ar­ásvíd­eó benda ótví­rætt til þess að kveikt hafi verið í.

Laug­ar­ásvíd­eó stend­ur á horni Dal­braut­ar og Sæ­braut­ar og er ein rót­grón­asta víd­eó­leiga lands­ins, var opnuð fyr­ir 23 árum.

Slökkvilið fékk til­kynn­ingu um eld­inn um klukk­an hálf­fjög­ur í nótt. Þá voru rúm­ar 20 mín­út­ur liðnar frá því eig­and­inn yf­ir­gaf hús­næðið. Þegar slökkvilið kom að skíðlogaði í hús­inu.

Fimm eft­ir­lits­mynda­vél­ar eru í Laug­ar­ásvíd­eói og var upp­töku­búnaður og ann­ar tölvu­búnaður í eld­traustu her­bergi. Við skoðun á upp­tök­um sést hvar maður kem­ur ak­andi að leig­unni, geng­ur að úti­h­urð og kast­ar ein­hverju inn um skila­l­úg­una.

„Þetta er að lík­ind­um karl­maður en hann hend­ir tusku eða ein­hverju slíku inn og beyg­ir sig síðan niður og hell­ir ein­hverju inn um lúg­una. Í kjöl­farið bloss­ar upp mik­ill eld­ur. Það sést glöggt á upp­tök­un­um hvernig allt fuðrar upp. Það er svaka­legt að skoða þetta,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir að lög­regla vinni nú að því að skýra mynd­irn­ar af þeim sem lagði eld að leig­unni í nótt og er bjart­sýnn á að tak­ist að hafa hend­ur í hári brennu­vargs­ins. Gunn­ar seg­ist ekki geta ímyndað sér hver þarna var að verki.

„Það er skelfi­legt að maður­inn skyldi leggja eld að fjöl­býl­is­húsi þar sem fólk var í fasta svefni. Ég á mér ekki óvild­ar­menn svo ég viti. Þetta er óskilj­an­legt,“ seg­ir Gunn­ar.

Svo til allt brann í nótt sem brunnið gat og er tjónið gríðarlegt.

„Ætli virði húss­ins sé ekki um 40 millj­ón­ir. All­ir inn­an­stokks­mun­ir leig­unn­ar eru gjör­ónýt­ir og þarna voru 39.762 mynd­ir. Ef jafnaðar­verð er 4.000 krón­ur á mynd þá ger­ir það tæp­ar 160 millj­ón­ir. Tjónið læt­ur því nærri að vera 200 millj­ón­ir króna,“ seg­ir Gunn­ar Jós­efs­son.

Hann seg­ir þó að ekki verði hægt að bæta allt sem brann í nótt. Marg­ar sjald­gæf­ar mynd­ir hafi verið á leig­unni, sem aldrei verði bætt­ar. „Trygg­inga­mál hefðu vissu­lega mátt vera í betra lagi sem er minn klaufa­sakap­ur.“ 

„Nú er bara að bretta upp erm­ar. Við byrj­um á að hreinsa út á morg­un. Ég ætla mér að byggja upp eins hratt og mögu­legt er og opna eins fljótt og auðið er. Ef allt geng­ur eft­ir get­um við opnað eft­ir tvo til þrjá mánuði,“ seg­ir Gunn­ar Jós­efs­son, eig­andi Laug­ar­ásvíd­eós.

Íbúðir eru á efri hæðum húss­ins þar sem búa sjö manns. Þrennt þurfti að gista ann­ars staðar í nótt þar sem íbúðin þeirra fyllt­ist af reyk.

Viðkvæmur tölvubúnaður eyðilagðist í eldinum.
Viðkvæm­ur tölvu­búnaður eyðilagðist í eld­in­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka