Lögreglan á Selfossi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að við rannsókn meints þjófnaðar á gluggum og hurðum úr sumarbústað í Grímsnesi, hafi komið í ljós að um var að ræða uppgjör vegna óuppgerðra skulda fyrri eiganda bústaðarins. Málið tengist þó ekki núverandi eigendum sumarbústaðarins.
Iðnaðarmenn, sem töldu sig eiga óuppgerð vinnulaun frá fyrri eiganda vegna verka í bústaðnum, tóku umrædda muni úr bústaðnum. Munum þessum hefur nú verið komið í vörslu lögreglu og telst málið upplýst.