Á hjóli með einkakokk og fellihýsi

Jakob Einar Jakobsson er örugglega öfundaður af mörgum hjólreiðamönnum en hann lagði upp í hringferð um landið í morgun með einn rómaðasta einkakokk miðborgarinnar og fellihýsi. Jakob 

Ferðin hófst á veitingahúsinu Jómfrúnni en Jakob sem er tuttugu og sex ára hjólar gegn einelti og áætlar að ferðin taki níu til tíu daga. Hann segir að ákvörðun um að styrkja þetta málefni hafi verið tekin eftir að frændi kærustunnar hans stytti sér aldur en hann hafði orðið fyrir miklu einelti. Hann segir að það eigi vel við að vekja athygli á málefninu núna þegar skólar séu að hefjast

 Jakob Einar er ekki einn á ferð. Í upphækkuðum jeppa með fellihýsi situr smurbrauðsjómfrúin Jakob, pabbi hjólagarpsins en hann segist ætla að fæða, klæða og passa soninn meðan á ferðalaginu stendur. Hann viðurkennir að þetta verði lúxusferð í anda jómfrúarinnar, bollur með brúnni sósu verði á matseðlinum, sulta og lifrarkæfa.

Og pabbinn er hrifinn af málefninu segir það eiga erindi við alla. Einelti viðgangist til að mynda ekki síður meðal fullorðinna og sé til að mynda stundað á sumum bloggsíðum.

  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert