Meirihluti í HS orku verði frá hinu opinbera

HS orka verður í meiri­hluta­eigu op­in­berra aðila og í tæp­lega helm­ingseigu Magma Energy ef hug­mynd­ir sem nú eru uppi á borðinu hjá fjár­málaráðuneyt­inu ganga eft­ir, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Full­trú­ar fjár­mála- og iðnaðarráðuneyt­is, Reykja­vík­ur­borg­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) og Magma Energy hafa átt í viðræðum um framtíðar­skipu­lag HS orku frá því snemma í síðustu viku og er of­an­greind niðurstaða afrakst­ur þeirra viðræðna. Frest­ur OR til að taka til­boði Magma í 32,32% hlut fyr­ir­tæk­is­ins í HS orku renn­ur út í dag.

Hug­mynd­in er sú að Magma kaupi þá hluti sem fyr­ir­tækið hef­ur þegar sóst eft­ir að kaupa og verði eft­ir það eig­andi tæp­lega helm­ings eign­ar­hlut­ar í HS orku.

Síðan mun ís­lenska ríkið, líf­eyr­is­sjóðir og sveit­ar­fé­lög, m.a. Grinda­vík, reyna að eign­ast um 55% hlut í HS orku sem nú er í eigu Geys­is Green Energy (GGE), en aðal­fund­ur þess fyr­ir­tæk­is er í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins mun Lands­bank­inn, Íslands­banki og líf­eyr­is­sjóðir reyna að fá allt að fjóra menn skipaða í nýja fimm manna stjórn GGE á þeim fundi og ná þar með meiri­hluta, en fjár­hags­staða fyr­ir­tæk­is­ins er veik og framtíð þess í hönd­um helstu lán­ar­drottna þess, sem eru of­an­greind­ir bank­ar. Stjórn­ar­menn Lands­bank­ans verða að nafn­inu til stjórn­ar­menn Atorku, sem í dag er stærsti eig­andi GGE, en verða skipaðir af bank­an­um.

Til vara að kaupa hluti Magma

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert