EM: Reynslunni ríkari

00:00
00:00

Íslenska kvenna­landsliðið í fót­bolta spilaði í gær sinn síðasta leik í úr­slita­keppni Evr­ópu­móts­ins í fót­bolta í Finn­landi og tapaði þar naum­lega fyr­ir heims- og Evr­ópu­meist­ur­un­um frá Þýskalandi. Stelp­un­um okk­ar tókst því ekki að krækja í stig í bar­áttu við þrjú af bestu landsliðum Evr­ópu en þær stóðu uppi í hár­inu á þeim öll­um og hefðu með smá heppni getað náð stigi af þýsku stál­kon­un­um.

Landsliðskon­urn­ar eru all­ar staðráðnar í því að kom­ast sem fyrst aft­ur á stór­mót og næst ein­beita þær sér að leikj­um í undan­keppni heims­meist­ara­móts­ins en strax þann 17. sept­em­ber taka þær á móti liði Eist­lands á Laug­ar­dals­vell­in­um. Þær báru höfuðið hátt í leiks­lok í gær ásamt þjálf­ara sín­um og halda í dag heim á leið, reynsl­unni rík­ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert