Lítið hefur gerst á lóðum nýbygginga við Valhallarstíg á Þingvöllum út ári eftir að Mbl sjónvarp greindi frá gríðarmiklum framkvæmdum þar.
Í júlí í fyrra fluttu þyrlur og fjórhjól fluttu aðföng til glæsibyggingar Ágústs Guðmundssonar sem var í smíðum á Valhallarstíg en framkvæmdagleðin var slík að aðrir íbúar kvörtuðu eða flúðu bústaði sína undan hávaða.
Bogi Pálsson var einnig að byggja í júlí í fyrra eins og hér sést en það er líklega tímanna tákn að nýjar framkvæmdir við Valhallastíg hafa nánast staðið í stað.
Nú bregður svo við að kvartað hefur verið til þjóðgarðsins vegna þess að engar framkvæmdir eru á lóðunum en byggingarefnið er þar hinsvegar enn.
Þá er einnig verulega umdeilt hvort það verður byggt hótel eða veitingahús í stað Hótels Valhallar sem brann í sumar en það kemur meðal annars í hlut nýrrar Þingvallanefndar að skera úr um það.