Þeim sem standa að framkvæmdum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Suðurlandsbrautar og Laugavegar stafar mikil hætta af ógætilegum og hröðum akstri einstaka ökumanna sem taka ekki tillit til aðstæðna og þeirra takmarkana sem í gildi eru á framkvæmdasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu.
Eru ökumenn beðnir um að skapa ekki óþarfa hættu fyrir vegfarendur og ekki hvað síst þá menn sem þarna eru að störfum og því skal farið eftir þeim leiðbeiningum og takmörkunum sem í gildi eru.