Hvattur til að synja Icesave

Ábyrðarmenn vefsíðunnar kjosa.is afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ísland, í dag undirskriftir rúmlega 9 þúsund einstaklinga sem tóku undir áskorun um að forsetinn synji svonefndu Icesave-frumvarpi staðfestingar og vísi því þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alþingi samþykkti frumvarpið sem lög á föstudag en samkvæmt því er veitt skilyrt ríkisábyrgð vegna fjárhagslegra skuldbindinga Tryggingasjóðs innistæðueigenda, sem hann þarf að undirgangast vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert