Lægra verð en bændur óskuðu

Sláturleyfishafar hafa flestir birt verðskrá.
Sláturleyfishafar hafa flestir birt verðskrá. mbl.is

Flest­ir slát­ur­leyf­is­haf­ar hafa birt afurðaverð vegna slát­urtíðar í haust. Verðskrárn­ar gera ráð fyr­ir óveru­leg­um breyt­ingu á verði frá fyrra ári, en verð á kjöti sem flutt er úr landi hækk­ar. For­stjóri Slát­ur­fé­lags Suður­lands seg­ir að hækk­un á út­fluttu kjöti feli í sér 8,25% hækk­un til bænda frá síðasta haust.

Verðskrá­in sem Lands­sam­tök sauðfjár­bænda birtu í ág­úst er tals­vert hærri en sú verðskrá sem slát­ur­leyf­is­haf­ar voru að birta. Bænd­ur hafa því ekki náð fram kröf­um sín­um.

Guðbrand­ur Björns­son, bóndi á Smá­hömr­um í Tungu­sveit, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið fyr­ir helgi, að slát­ur­leyf­is­haf­ar væru í reynd að bjóða bænd­um verðlækk­un milli ára, en verðbólg­an er í dag um 11%. Hann sagðist ekki sjá hvernig sauðfjár­bænd­ur ættu að geta lifað vet­ur­inn af miðað við þetta verð.

Und­an­far­in ár hafa um 1500 tonn af lamba­kjöti farið á er­lenda markaði. Sala á lamba­kjöti í ár hef­ur verið lé­leg og ræður þar mestu fækk­un í land­inu og skert­ur kaup­mátt­ur fólks sem leit­ar í ódýr­ari val­kosti. Í frétta­bréfi SS seg­ir að það megi telj­ast vel sloppið ef sam­drátt­ur inn­an­lands verði ekki meiri en 10% yfir árið. "Það ger­ir að út­flutn­ingsþörf næsta afurðaárs verður um 2200 - 2500 tonn sem er ná­lægt 30% af fram­leiðslunni. Ef slát­ur­leyf­is­haf­ar flytja út minna en um 30% af fram­leiðslunni mun um­fram­magn á inn­an­lands­markaði ör­ugg­lega leiða til verðfalls.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka