Þriðjungur launafólks orðið fyrir skerðingu

Ríf­lega þriðjung­ur eða 35% þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa lent í því að laun eða starfs­hlut­fall hef­ur verið skert frá hruni bank­anna í októ­ber.  Þetta kem­ur fram í skoðana­könn­un sem Capacent Gallup gerði fyr­ir ASÍ í júní.

Flest­ir eða rúm­lega 18% hafa lent í launa­lækk­un, hjá 9% hef­ur vinnu­tími verið stytt­ur og 8% hafa orðið fyr­ir ann­ars­kon­ar skerðingu. Þetta er mik­il aukn­ing frá því í des­em­ber 2008 þegar 21% launa­fólks hafði orðið fyr­ir í slíkri skerðingu.

Mun fleiri karl­ar en kon­ur hafa lent í skerðingu launa og/​eða starfs­hlut­falls og þá vek­ur at­hygli að 40% iðnaðarmanna hafa orðið fyr­ir því að laun hafa verið lækkuð eða vinnu­tími stytt­ur.  Þá hafa þeir sem eru með laun yfir 550 þúsund á mánuði frek­ar lent í launa­lækk­un en þeir sem hafa lægri laun.

Þegar spurt var í júní hvort fólk teldi sig í ör­uggri vinnu svöruðu 77% því ját­andi en 23% töldu lík­ur á því að viðkom­andi gæti orðið at­vinnu­laus.  Sama spurn­ing var bor­in upp í könn­un­um í októ­ber og des­em­ber 2008.  Í októ­ber töldu 69% sig vera í ör­uggri vinnu en 31% óttuðust at­vinnum­issi en í des­em­ber hafði þeim fjölgað í 76% sem töldu sig í tryggri vinnu en 24% óttuðust að missa hana. Þró­un­in er því sú að eft­ir mikið óvissu ástand sl. haust eru sí­fellt fleiri sem telja sig í ör­uggu starfi, þó vissu­lega sé það al­var­lega staða að tæp­lega fjórði hver launamaður telji raun­hæf­ar lík­ur á að hann geti misst vinn­una.  Þarna skera iðnaðar­menn sig einnig úr en 40% þeirra sem enn eru í vinnu ótt­ast at­vinnum­issi.

Frétt á vef ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert