Fimmtán ára piltur hefur viðurkennt að hafa hringt í starfsfólk verslunarinnar 10-11 við Langarima í Grafarvogi á ellefta tímanum í gærkvöld og sagt því að sprengja væri fyrir utan verslunina.
Töluverður fjöldi unglinga var við verslunina á þessum tíma. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar tvær töskur og var önnur þeirra merkt „sprengja“.
Voru foreldrar piltsins sem var handtekinn látnir sækja hann, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá.