Vilja aftur samræmd próf í 10. bekk

Tæp­lega tvö þúsund manns hafa skrifað und­ir áskor­un til mennta­málaráðherra um að end­ur­skoða ákvörðun um að fella niður sam­ræmd próf í 10. bekk. Stofnaður hef­ur verið hóp­ur á Face­book sem vill taka upp sam­ræmd próf í lok 10. bekkj­ar en þeir sem að hópn­um standa, telja niður­fell­ingu sam­ræmdu próf­anna hafa verið mis­tök.

„Við vilj­um sam­ræmd próf í lok 10. bekkj­ar,“ er yf­ir­skrift hóps­ins en sl. vor var í var í fyrsta sinn ekki not­ast við sam­ræmd próf þegar nem­end­ur voru vald­ir inn í fram­halds­skóla. Í staðinn voru vor­próf sem sam­in eru í grunn­skól­un­um sjálf­um notuð til að velja og hafna um­sækj­end­um um fram­halds­skóla­nám.

Aðstand­end­ur hóps­ins segja ein­kunn­ir skóla­prófa ósam­bæri­leg­ar og geta leitt til þess að góðir náms­menn fái ekki vist í þeim skóla sem þeir sóttu um í.

Þá segja aðstand­end­ur hóps­ins að komið hafi í ljós að ein­kunn­ir nem­enda hafi hækkað upp úr öllu valdi. Það sýni til­hneig­ingu grunn­skól­anna til að létta próf­in í þeim til­gangi að auðvelda nem­end­um sín­um að kom­ast í þann skóla sem þeir óska.

„Í ljós hef­ur komið að niður­fell­ing sam­ræmdra prófa voru mis­tök. Tryggja verður að all­ir nem­end­ur hafi jöfn tæki­færi til að kom­ast í þann fram­halds­skóla sem þeim hent­ar og að ekki verði dregið úr náms­kröf­um í mennta­kerf­inu. Þau sam­ræmdu próf sem nú eru í byrj­un 10. bekkj­ar nýt­ast eng­um því þau má ekki nýta til þess að velja inn í fram­halds­skóla,“ seg­ir á Face­book-síðu hóps­ins.

Face­book-síðan

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert