Barátta gegn leynd sem nærist á ótta

Thomas Devine.
Thomas Devine. mbl.is/RAX

Einn af ráðgjöfum Bandaríkjastjórnar um málefni uppljóstrara og eftirlit með bönkum segir að fái almenningur strax upplýsingar um misnotkun á valdi sé oft hægt að koma í veg fyrir áföll.

Thomas Devine, sem flytur fyrirlestur í hádeginu í Háskólanum í Reykjavík um upplýsingaleka, er yfirmaður lögfræðideildar frjálsra félagasamtaka í Bandaríkjunum er nefnast GAP sem hafa í áratugi unnið að því að efla samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og stjórnvalda.

Að láta vita í tæka tíð

En hvernig er hægt að breyta lögum og tryggja að bankarnir verði ekki jafn óvarkárir og raun ber vitni?

„Þetta er sennilega stærsta verkefnið sem samfélag okkar stendur frammi fyrir núna,“ svarar Devine. „Mestu skiptir fyrir okkur að fá fólkið í fyrirtækjunum til að láta vita af því í tæka tíð að eitthvað sé að. Því miður er ekki fyrir hendi í Bandaríkjunum núna nein lög sem tryggja starfsmönnum banka algert tjáningarfrelsi. Ef við hugum að framavonum jafngildir það sjálfsmorði að segja sannleikann. Leynd sem nærðist á ótta var ein af helstu orsökum bæði fjármálakreppunnar og hruni stórfyrirtækja eins og Enron og MCI árið 2002.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert