Borgarbúar geti tekið þátt í mótun fjárhagsáætlunar

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. Brynjar Gauti

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, um að útfærðar verði leiðir til þátttöku borgarbúa við mótun fjárhagsáætlunar árið 2010.

Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum  en fjórir borgarfulltrúar  sátu hjá. Samkvæmt tillögunni fá borgarbúar færi á að forgangsraða ákveðnum fjármunum til nýframkvæmda og smærri viðhaldsverkefna innan einstakra hverfa. Notast verður við netkosningu um verkefni og/eða atkvæðagreiðslur á opnum borgarafundum. Byggt verður á reynslu borgarinnar af verkefninu „1, 2 og Reykjavík".

Skrifstofu borgarstjóra og fjármálaskrifstofu er falið að undirbúa verkefnið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Tillögur um útfærslu skulu liggja fyrir eigi síðar en 15. október nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert