Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi

Einar Karl Haraldsson.
Einar Karl Haraldsson.

Ein­ar Karl Har­alds­son tók í dag til starfa sem upp­lýs­inga­full­trúi for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins en Kristján Kristjáns­son lét af því starfi í gær þegar tíma­bund­inni ráðningu hans lauk. Ein­ar Karl er ráðinn til sex mánaða.

Ein­ar Karl hef­ur starfað sem sér­fræðing­ur í for­sæt­is­ráðuneyt­inu í sum­ar og leyst af aðstoðarmann ráðherra. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður iðnaðarráðherra sl. tvö ár. Þar áður starfaði hann lengi sem rit­stjóri dag­blaða, fyr­ir Norður­landaráð og sem sjálf­stætt starf­andi ráðgjafi í al­manna­tengsl­um.

Ein­ar Karl lagði stund á stjórn­mála­fræði í Tou­lou­se í Frakklandi og í Stokk­hólmi á náms­ár­um sín­um og síðar á markaðs- og út­flutn­ings­fræði hjá EHÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert