Elliheimili fyrir hesta

Áttræð hestakona segist reka elliheimili fyrir hesta, Hún byrjaði í hestamennsku fyrir tuttugu árum og ætlar að halda áfram meðan Guð lofar. Hestarnir gömlu vinna fyrir mat sínum með því að kenna börnum á sumrin.

Jónína Guðbjörg Björnsdóttir  segir hestana sína bestu vini en hún byrjaði  fyrst fyrir alvöru í hestamennsku til að fara með sjúklinga af geðdeild Borgarspítalans á hestbak. Á sama tíma eignaðist hún hryssuna Gersemi sem er nú komin til ára sinna.

Jónína og Þórður Rafn Guðjónsson maður hennar reka saman fyrirtækið Topphesta sem meðal annars rekur hestaskóla fyrir börn á sumrin en skólastarfinu er lokið í bili. Eftir er að taka skeifurnar af hestunum sem nú fara í hagagöngu uppi í sveit.

Jónína segir að menn komi til þeirra með gamla hesta og skilji þá eftir á elliheimilinu en enginn annar myndi vilja hafa svona gamla hesta. Þetta henti hinsvegar afar vel fyrir börnin.

Þórður eldar fyrir börnin á sumrin en Jónína sér um að kenna þeim og sinnir hestunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert