Fylgi stjórnarflokkanna eykst meðal kjósenda samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. 49% þeirra, sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina.
27% þátttakenda sögðust myndu kjósa Samfylkinguna nú, sem er 2 prósendum fleiri en í síðustu könnun Gallup fyrir mánuði. 22% styðja Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þremur prósentum meira en síðast. Fylgi við Framsóknarflokkinn mælist nú 15%, 2 prósendum minna en fyrir mánuði og fylgi Borgarahreyfingarinnar mælsti 6%, minnkar um 2 prósentur. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn mælist 29% sem er það sama og í síðasta þjóðarpúlsi Gallup í ágúst.
Gallup spurði tæplega 5 þúsund kjósendur um fylgi við flokkana og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Könnunin var gerð á síðustu fjórum vikum tæplega 60% svöruðu.