Háskalegt að borga ekki

00:00
00:00

Frétt­ir ber­ast nær dag­lega af fólki sem er hætt að borga eða ætl­ar að hætta að borga af lán­un­um sín­um.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherrra seg­ist ekki fá þau skila­boð úr banka­kerf­inu að það sé minni greiðslu­vilji en áður hjá al­menn­ingi. Þróun van­skila sé í raun frek­ar minni en bú­ast megi við í svona erfiðum aðstæðum. Hann seg­ir háska­legt að fólk sé hvatt til að grípa til óynd­isúr­ræða  eins og að hætta að greiða. Fólk í erfiðleik­um  ætti alltaf að leita fyrst eft­ir sam­starfi við lána­stofn­an­ir og þeim úrræðum sem séu í boði. Það sé mikið ábyrgðarleysi að hvetja til upp­gjaf­ar eða greiðslu­verk­falls. Slíkt leiði ófarnað yfir okk­ur öll, bæði þá sem eigi í hlut, þeirra vanda­mál auk­ist bara. Hann seg­ist biðja menn að hugsa sinn gang áður en þeir hvetja til slíkra aðgerða.

Ráðherr­ann seg­ir að ekki sé úti­lokað að ráðist verði í al­menn­ar af­skrift­ir lána. Hann vilji hins­veg­ar sjálf­ur hvetja til raun­sæ­is. All­ar til­lög­ur verði að vera hnit­miðaðar, viðráðan­leg­ar og mark­viss­ar við þær aðstæður sem séu uppi. Þarna eigi í  hlut  Íbúðalána­sjóður, rík­is­sjóður og líf­eyr­is­sjóðirn­ir fyr­ir utan bank­anna. Það hljóti því all­ir að sjá að það séu tak­mörk fyr­ir því hvað sé hægt að gera við slík­ar aðstæður. Það þýði þó ekki að búið sé að úti­loka neitt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert