Hóflega bjartsýnn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist vonast til að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn geti afgreitt lán til Íslendinga í september.  Samkvæmt bestu og bjartsýnustu spam gæti það fyrst orðið um miðjan september. Þetta gæti orðið til þess að áform um að afnema gjaldeyrishöftin þann fyrsta nóvember myndu frestast.

Steingrímur  sagði ennfremur eftir  ríkisstjórnarfund í morgun að ekkert lægi fyrir um hver viðbrögð Breta og Hollendinga væru við fyrirvörum vegna ríkisábyrgðar en það skýrist vonandi í þessari viku, Ekki verður um formlegar viðræður að ræða fyrst í stað en ríkisstjórnin vonanst enn til þess að fyrirvörum verði ekki tekið sem gagntilboði. Steingrímur sagðist þó vera hóflega bjartsýnn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert