Lyngbobbum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu

Lyngbobbi.
Lyngbobbi.

Þessi mynd­ar­legi lyng­bobbi varð á vegi ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins í Foss­vog­in­um á dög­un­um.

Á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands seg­ir að lyng­bobb­inn sé einkum út­breidd­ur á Aust­ur­landi á svæðinu frá Gunn­ólfs­vík­ur­fjalli við Bakka­flóa og suður til Kvískerja í Öræf­um.

Land­nám hans á höfuðborg­ar­svæðinu er hins veg­ar öllu nýrra, en fyrst frétt­ist af lyng­bobba í Örfiris­ey og lék grun­ur á að sá hefði borist með timb­urfarmi frá Eistlandi. „Næst fund­ust snigl­ar í húsag­arði í Reykja­vík 1998 og í órækt­arlim­gerði við íþrótta­svæði í Hafnar­f­irði 2001. Síðan hef­ur teg­und­inni fjölgað mikið á þessu svæði.

Það hef­ur verið á það bent að lyng­bobb­ar á höfuðborg­ar­svæðinu séu öllu stærri en ætt­ingj­ar þeirra á Aust­ur­landi og því sé lík­legt að þeir séu af­kom­end­ur slæðinga er­lend­is frá,“ seg­ir á vef stofn­un­ar­inn­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert