Lyngbobbum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu

Lyngbobbi.
Lyngbobbi.

Þessi myndarlegi lyngbobbi varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í Fossvoginum á dögunum.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lyngbobbinn sé einkum útbreiddur á Austurlandi á svæðinu frá Gunnólfsvíkurfjalli við Bakkaflóa og suður til Kvískerja í Öræfum.

Landnám hans á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar öllu nýrra, en fyrst fréttist af lyngbobba í Örfirisey og lék grunur á að sá hefði borist með timburfarmi frá Eistlandi. „Næst fundust sniglar í húsagarði í Reykjavík 1998 og í óræktarlimgerði við íþróttasvæði í Hafnarfirði 2001. Síðan hefur tegundinni fjölgað mikið á þessu svæði.

Það hefur verið á það bent að lyngbobbar á höfuðborgarsvæðinu séu öllu stærri en ættingjar þeirra á Austurlandi og því sé líklegt að þeir séu afkomendur slæðinga erlendis frá,“ segir á vef stofnunarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert