Meirihluti á móti ríkisábyrgð

Meirihluti landsmanna er á móti ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamninganna ef marka má Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins.

Í könnun Gallup, sem gerð var dagana 12.-26. ágúst, sögðust 63% aðspurðra vera andvígir ríkisábyrgð vegna Icesave en 24% prósent hlynnt.

Um 60% kjósenda Samfylkingar sögðust hlynntir en tæplega helmingur kjósenda Vinstri grænna.

27% aðspurðra höfðu kynnt sér samninginn vel, 42% höfðu kynnt sér hann illa. Þeir sem höfðu kynnt sér hann vel voru líklegri en hinir til að vera samningum hlynntir.

Úrtakið í könnuninni var  2500 manns og svarhlutfall var 57%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka