Öllu starfsfólki Alþjóðahúss sagt upp

Alþjóðahúsið Laugavegi
Alþjóðahúsið Laugavegi

Öllum fjór­tán starfs­mönn­um Alþjóðahúss var sagt upp í gær. Alþjóðahús fær rekstr­ar­fé frá borg­inni en mann­rétt­inda­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að síðasti hluti greiðslu til húss­ins fari fram þegar árs­reikn­ing­um hef­ur verið skilað. Búið að skila, seg­ir Alþjóðahús.

Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að öll­um starfs­mönn­um Alþjóðahúss­ins, 14 að tölu, hafi verið sagt upp í gær. 

Fram­kvæmda­stjóri Alþjóðahúss­ins, Hekla Þor­steins­dótt­ir, sagði drátt borg­ar­inn­ar á greiðslu til húss­ins vera óskilj­an­leg­an. Mann­rétt­inda­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar sagði hins veg­ar að þær fimm millj­ón­ir sem eft­ir standi af tutt­ugu millj­ón króna styrk til húss­ins verði greidd­ar þegar árs­reikn­ing­um fyr­ir­tækja tengd­um hús­inu verði skilað.

Hekla sagði að reikn­ing­un­um hafi verið skilað í vor en það hafi verið gert í dag líka, fyrst starfs­menn borg­ar­inn­ar segi að reikn­ing­arn­ir hafi ekki borist þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert