Öllu starfsfólki Alþjóðahúss sagt upp

Alþjóðahúsið Laugavegi
Alþjóðahúsið Laugavegi

Öllum fjórtán starfsmönnum Alþjóðahúss var sagt upp í gær. Alþjóðahús fær rekstrarfé frá borginni en mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segir að síðasti hluti greiðslu til hússins fari fram þegar ársreikningum hefur verið skilað. Búið að skila, segir Alþjóðahús.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að öllum starfsmönnum Alþjóðahússins, 14 að tölu, hafi verið sagt upp í gær. 

Framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, Hekla Þorsteinsdóttir, sagði drátt borgarinnar á greiðslu til hússins vera óskiljanlegan. Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar sagði hins vegar að þær fimm milljónir sem eftir standi af tuttugu milljón króna styrk til hússins verði greiddar þegar ársreikningum fyrirtækja tengdum húsinu verði skilað.

Hekla sagði að reikningunum hafi verið skilað í vor en það hafi verið gert í dag líka, fyrst starfsmenn borgarinnar segi að reikningarnir hafi ekki borist þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert