Lítrinn af rjómaís hækkar um 16 kr. samkvæmt nýjum lögum um vörugjöld sem taka gildi í dag. Þetta þýðir að algengar fjölskyldupakkningar af ís sem kosta í kringum 500 kr. hækka að meðaltali í verði um 25 kr. Venjulegur ís í brauðformi í söluskála hækkar um 5 kr. „Við eigum ekkert val og verðum að velta breytingum á vörugjöldum beint út í verðlagið,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.
„Vörugjöldin áttu að vera sykurskattur en það verður ekki séð að löggjafinn hafi rökstutt efnislega hvaða ástæður eru að baki skattlagningunni,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Öll vinnubrögð stjórnvalda í málinu segir hann í raun hafa verið handahófskennd. Þannig séu lögð vörugjöld á hreinan ávaxtasafa en ekki á jógúrtvörur, sem í sumum tilvikum séu þó dísætar.
Hver hálfur lítri af gosi hækkar í verði um 8 kr. og einn lítri af ávaxtasafa um 16 kr. Þá hækkar hvert kíló af konfekti um 50 kr. Verð á mjólkurvörum helst yfirleitt óbreytt.
Hann segir bagalegt að staðið skuli að aukinni gjaldtöku af mat- og drykkjarvörum með vörugjöldum í stað þess að hækka virðisaukaskatt eins og til stóð, enda sé álagning vörugjalda flókin og ógagnsæ fyrir neytendur.
Hækkun á hverjum
hálfum lítra af gosi
16 kr. Hækkun á hverjum
lítra af ís