Vigdís fær Eldmóðsverðlaun

Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís Finnbogadóttir.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, verður fyrsti handhafi svonefnda Eldmóðsverðlauna, sem veitt verða á ráðstefnu í Reykjavík 5. september.

Fram kemur í tilkynningu, að þessi verðlaun séu veitt einstaklingum, sem hafi veitt öðru fólki hvatningu. Breski kaupsýslumaðurinn Richard Branson mun einnig fá slík verðlaun í október á ráðstefnu, sem haldin verður í Calgary í Kanada og mun Dalai Lama ávarpa ráðstefnuna.

Verðlaunin tengjast svonefndu Eldmóðsátaki, sem tengist bók rithöfundarins Janet Bray Attwood, The Passion Test. Átakinu er ætlað að hjálpa fólki að finna sinn innri eldmóð og forgangsraða í lífi sínu. 

Í tilkynningu segir, að ákveðið hafi verið að hrinda þessu alþjóðlega átaki úr vör á Íslandi vegna þess að það sé lítið land, sem hafi orðið afar illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni.

Tilkynning um verðlaunin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert