Vilja að samningur við Magma verði gerður opinber

Orkuver HS Orku við Svartsengi.
Orkuver HS Orku við Svartsengi.

Minni­hlut­inn í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur ætl­ar að krefjast þess á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag, að samn­ing­ur Orku­veitu Reykja­vík­ur um sölu á hlut fé­lags­ins í HS Orku til kanadíska fé­lags­ins Magma verði  lagður fram og gerður op­in­ber.

Stjórn Orku­veit­unn­ar samþykkti í gær kaup­samn­ing við Magma Energy um 16,58% hlut Orku­veit­unn­ar og tæp­lega 15% hlut Hafn­ar­fjarðarbæj­ar í HS Orku. Jafn­framt samþykkti stjórn­in sam­komu­lag við Hafn­ar­fjarðarbæ um upp­gjör milli aðila vegna viðskipta þeirra með hluti í Hita­veitu Suður­nesja.

Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að í kaup­samn­ingn­um sé ákvæði um að aðeins stjórn­menn, emb­ætt­is­menn og borg­ar­full­trú­ar eigi að fá aðgang að samn­ingn­um og efn­is­atriðum hans. Dag­ur seg­ir í til­kynn­ingu, að Orku­veita Reykja­vík­ur sé í al­manna­eigu og því hafi al­menn­ing­ur ský­lausa kröfu á að fá upp­lýs­ing­ar um „til­veru og inni­hald" þessa samn­ings­ins en ekki aðeins fá­ein­ir út­vald­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert