Annar hver bílstjóri á Laugaveginum á erindi

Tæplega annar hver bílstjóri, eða 45 prósent, sem keyrir Laugaveginn á erindi í verslun, á veitingastað eða leitar eftir annarri þjónustu þar, að því er kemur fram í ferðavenjukönnun sem gerð var á vegum Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Aðrir ökumenn fara um Laugaveginn til þess að njóta mannlífs, skoða í glugga eða eiga beinlínis heima við götuna.

Alls voru 1.245 spurðir í könnuninni um hvert erindi þeirra á Laugaveginn viðkomandi dag hefði verið. Framkvæmdin var á þann veg að spurt var fyrir framan bílastæðahúsið Stjörnutorg og að gatnamótum Barónsstígs fimmtudaginn 20. ágúst kl. 13 til 17.

Tilefni könnunarinnar er tilraun sem gerð verður 5. september um að loka Laugaveginum dagspart fyrir bifreiðum og gefa gangandi vegfarendum kost á að leggja götuna undir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka