Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans

Óhætt er að segja að blogg­heim­ar logi vegna þeirr­ar ákvörðunar for­seta ís­lands að staðfesta lög um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­inga við Hol­lend­inga og Breta.

Tug­ir hafa sagt álit sitt á frétt um staðfest­ing­una og lýsa marg­ir yfir mik­illi óánægju með ákvörðun for­set­ans.

Gera at­huga­semd­ir við yf­ir­lýs­ingu

For­svars­menn vefsíðunn­ar kjosa.is segja í yf­ir­lýs­ingu að full­yrðing í frétta­til­kynn­ingu for­seta Íslands um staðfest­ingu Ices­a­ve-lag­anna sé röng.

Í yf­ir­lýs­ingu for­seta Íslands seg­ir: „Eðli­lega er þó enn andstaða við málið meðal al­menn­ings eins og und­ir­skrift­ir um 10.000 Íslend­inga, sem for­seta hafa borist, eru meðal ann­ars til vitn­is um.“

For­svars­menn kjosa.is segja full­yrðing­una ranga. Í áskor­un sem rúm­lega 10 þúsund Íslend­ing­ar skrifuðu und­ir og af­hent hafi verið for­seta Íslands, hafi eng­in afstaða verið tek­in með eða á móti Ices­a­ve-frum­varp­inu.

„Þess var aðeins kraf­ist að þjóðin fengi sjálf að gera út um málið, eitt mesta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar fyrr og síðar, svo vitnað sé til orða for­sæt­is­ráðherra. Til marks um and­stöðu í sam­fé­lag­inu við frum­varpið og fyr­ir­liggj­andi samn­inga hefði for­seti getað vitnað beint til ný­legr­ar könn­un­ar Gallup eða þeirra tugþúsunda sem hafa tjáð sig á face­book-síðum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu for­svars­manna kjosa.is.

Frétt mbl.is um staðfest­ingu Ices­a­ve-laga

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka