Ekki nóg að gert til að mæta greiðsluvanda

91,5% landsmanna telja að stjórnvöld þurfi að gera meira en þau hafa gert nú þegar til að mæta greiðsluvanda heimilanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní.

Í könnuninni kemur einnig fram að tæplega 39% hafa miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu heimilisins þegar horft er nokkra mánuði fram í tímann.

Könnunin sýnir að lítið hefur dregið úr fjárhagsáhyggjunum síðan í október (41%) og desember (40%) 2008.  Yngsti   og elsti  aldurshópurinn hefur minnstar fjárhagsáhyggjur en tæplega helmingur fólks á aldursbilinu 45-55 ára hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu heimilisins.  Þá hefur ríflega helmingur fólks þar sem fjölskyldutekjurnar eru undir 400 þúsundum á mánuði miklar áhyggjur af afkomu heimilisins. 

Capacent Gallup gerði könnunina fyrir ASÍ í 26. maí og 16. júní 2009.  Um net- og símakönnun var að ræða.  Úrtakið var 1248 manns á landinu öllu, 18-75 ára.

Vefur ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert